Við hjá IWF tókum þátt ásamt baráttusystkinum okkar hjá NASF, Landvernd, VÁ – félagi um vernd fjarðar og Landssambandi veiðifélaga, í að afhenda matvælaráðherra og fulltrúa Alþingis 46 þúsund undirskriftir gegn fiskeldi í opnum sjókvíum.
Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, vill að ráðherra virði vilja fólksins.
„Það er í meðferð þetta umdeilda lagafrumvarp sem mun ákveða framtíð þessa iðnaðar. Það styttist í þinglok og ekki enn þá komin niðurstaða í málið þannig við vildum minna þau á hvað virkilega skiptir máli í þessu,“ segir Elvar. …
Bjarkey segir sjókvíaeldisfrumvarpið nú á borði atvinnuveganefndar sem hún vonar til þess að líti til undirskriftanna þegar ákvörðun er tekin.
„Ég hef bara fulla trú á nefndinni og að hún klári þetta mál vel núna fyrir vorið,“ segir Bjarkey.
Þetta eru ansi margar undirskriftir, 46 þúsund, hafa þær einhver áhrif?
„Nú er það þingsins að segja til um. Nú er matvælaráðherra ekki lengur með þetta mál þannig nú er það nefndarinnar að fjalla um það.“