Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi og fjölskylda hennar á Glitstöðum í Borgarfirði er ein af mörg hundruð bændafjölskyldum sem hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna sjókvíaeldis á laxi.
Frumvarp ráðherra VG, sem nú er hart tekist á um á Alþingi, mun skaða hagsmuni þessara bændafölskyldna enn frekar ef það verður að lögum.
Frumvarpið girðir á engan hátt fyrir að norsku sjókvíaeldisfyrirtækin fái að halda áfram að láta fisk sleppa í miklum mæli. Þau fá meira að segja magnafslátt af upphæð sekta þegar fjöldi skeppifisks fer yfir ákveðin mörk.
… „Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð?” spyr Guðrún.
Hún rifjar upp að síðastliðið haust hafi Íslendingar staðið frammi fyrir einhverju mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar, þegar slysaleppingar úr kvíum Artic Sea Farm en þar komu í ljós tvö göt.
„En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði.” …
Enginn sé ábyrgur þegar náttúran ber skaðann.
„Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í.“
Guðrún telur þessa þjónkun við erlenda auðmenn algjöra hneisu. „Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi.“