Landvernd er hluti af þeirri breiðfylkingu sem vill stöðva þegar í stað lagaáform ríkisstjórnarinnar um sjókvíaeldi.
RÚV ræddi við Björgu Evu Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar:
„Mín afstaða er sú að þetta frumvarp bara má ekki verða að lögum,“ segir Björg Eva.
Ekki sé rétt að veita ótímabundin leyfi í sjókvíaeldi vítt og breitt og með engu auðlindagjaldi. Hún segir það gilda einu hvort leyfin séu veitt til innlendra eða erlendra einkaaðila, það eigi ekki að gera svona. Jafnframt segir hún heimildirnar til að sekta og líta eftir ekki nógu góðar. „Þetta er miklu verra frumvarp heldur en var þegar það kom fyrst fram.“
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi um lagareldi á Alþingi í vikunni.
…
Matvælaráðherra hefur sagt að nú verði skýrari lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerast brotleg við lög, en Björg Eva hefur áhyggjur af framsali auðlinda þjóðarinnar.
„Framsal auðlinda til einkaaðila er að ná nýjum hæðum núna,“ segir hún og bætir við að það sé nýjung að framselja firðina á þennan hátt.
„Þetta er auðlind þjóðarinnar sem við ætluðum að passa saman en í staðinn erum við að úthluta einkaaðilum þessari auðlind, endurgjaldslaust,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir.