Í nýrri könnun Gallups kemur fram að 65,4 prósent þjóðarinnar eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldi en 13,9 segjast jákvæð. Tæp sextíu prósent vilja ganga svo langt að banna sjókvíaeldi og þá telja tæp 62 prósent velferð eldislaxa í sjókvíaeldi slæma.
Andstaðan hefur ekki mælst hærri í könnunum Gallups, fleiri vilja bann en áður og þessi nýja spurning um velferðarvandann í sjókvíaeldi sýnir að fólk er orðið vel meðvitað um að þá skuggahlið iðnaðarins.
Andstaðan við sjókvíaeldi er afgerandi:
- í öllum aldurs- og tekjuhópum.
- meðal karla og kvenna.
- í öllum kjördæmum.
- meðal kjósenda allra flokka.
Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar veit að sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.
Saman munum við koma skikki á þennan skaðlega iðnað!
Könnunina má nálgast hér:
Og umfjöllun Vísis um niðurstöðurnar, ásamt viðtali við Jón Kaldal má lesa á vefsíðu Vísis.