Afar sérstakt ákvæði er í 55. grein frumvarps matvælaráðuneytisins sem liggur nú frammi til kynningar. Þar er rætt um atvik sem „ekki teljast hluti af eðlilegri áhættu í rekstri sjókvíaeldis“ og að það eigi við um hafís og fárviðri.

Hvoru tveggja er þó áhætta á Vestfjörðum sem má vera öllum ljós. Fárviðri ganga yfir Vestfirði á hverjum vetri og firðir fyllast af hafís reglulega.
Myndin sem hér fylgir er af vef Veðurstofunnar og sýnir Dýrafjörð í janúar 2007.

Þetta er beinlínis áhætta sem fyrirtækin vita af og taka samt ákvörðun um að hafa þarna rekstur. Út í hött er að færa í lög að þau beri ekki sjálf ábyrgð á því.