„Það er barnalegt að trúa því að mikið og samþjappað magn af dauðum fiski hafi engin áhrif á villta laxastofna á svæðinu. Sú staðreynd að illa sýktur fiskur heftur sloppið úr kvíunum auka á áhyggjurnar yfir stöðunni. Við ættum ætíð að hafa í huga að eldisfiskar bera með sér ýmsar ósýnilegar örverur; bakteríur og vírusa, sem gætu hafa mikil og neikvæð áhrif á villta laxastofna,“ segir Trygve Poppe prófessor emirítus við Norska dýralækningaskólann við Fiskifréttir.
Í Trygve gerir ýmsar athugasemdir við fullyrðingar Gunnars Davíðssonar sjávarútvegsfræðings.
Gunnar, sem er deildarstjóri í auðlindadeild Tromsfylkis, sagði meðal annars að sjókvíaeldi væri vistvænasta fiskeldisaðferðin og að ósannað væri að strokulaxar úr sjókvíaeldi hefðu haft varanleg áhrif á villta laxastofna.
„Áhrif eldislaxa á umhverfið eru ekki eingöngu bundin við strokulaxa frá fiskeldisstöðvum. Þau fyrirtaks gögn sem felast í ljósmyndum sem borist hafa frá íslenskum eldisstöðvum sýna svo hafið er yfir allan vafa að nýleg vandamál með laxalús eru í senn öfgafull og umfangsmikil,“ segir Trygve í yfirlýsingu til Fiskifrétta.
…
„Annað og jafn mikilvægt mál er heilbrigði og velferð eldisfiskanna sem eru ræktaðar skepnur. Það hvernig við förum með dýrin okkar segir mikið um okkur sjálf, menningu okkar og siðferðisgildi. … Skeytingarleysi og afneitun er ekki lausnin fyrir sjálfbæran og heilbrigðan iðnað,“ segir Trygve T. Poppe.