Þessi fyrirtæki virðast hegða sér einsog þeim sýnist. Og því miður þá taka tillögur um breytt fiskeldislög, sem matvælaráðherra lagði fram til kynningar fyrir helgi, engan veginn nægilega vel á þessum skaðlega iðnaði.
Heimildin fjallar um síðasta útspil Arnarlax. Forsvarsmenn fyrirtækisins halda að það sé hægt að treysta þeim fyrir eftirliti með sjálfum sér.
Reynslan ætti að segja okkur að svo er ekki.
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax telur sig ekki þurfa að tilkynna Matvælastofnun (MAST) um öll göt sem finnast á sjókvíum fyrirtækisins nema þegar grunur leikur á um að fiskur hafi sloppið út um þau. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu frá MAST frá því um miðjan nóvember. MAST gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki um götin þar sem skýrt er kveðið á um það í reglugerð um fiskeldi í sjó að stofnuninni sé tilkynnt um slíkt frávik. Ríkisstofnunin telur í skýrslunni að um „alvarlegt frávik sé að ræða.“