„Ekki bíða. Ekki bíða eftir þessu hruni. Þetta land og forystumenn þess hafa enga afsökun. Þeir vita hvað getur gerst því þeir hafa séð það undanfarin ári hér á Íslandi.“

Þetta eru ráð Hilary Franz til okkar Íslendinga. Hún hefur verið umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum frá 2017. Hilary er í framboði til ríkisstjóra fyrir Demókrataflokkinn og var stödd hér á landi í tilefni frumsýningar heimildarmyndarinnar Laxaþjóð, sem fjallar um sjókvíaeldi hér á landi.

Stöð 2 ræddi við Hilary: 

„Það voru fjórar stórar eldisstöðvar við strendur okkar og þær flugu undir ratsjárgeisluann þangað til 19. ágúst 2017. Ég hafði verið í embætti í um átta mánuði þegar það varð algert hrun í einni eldisstöðinni,“ segir Franz.

350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúru Washington af stofni Atlantshafslax, tegund semer ókunnugur Kyrrahafinu sem Washington liggur við.

„Þeir blönduðust innlenda laxastofninum sem á satt best að segja á brattann að sækja.“

… Nú hefur laxeldi verið bannað í Washingtonríki. Eitt af áhyggjuefnunum var að lokun fiskeldisstöðva hefði neikvæð áhrif á hagkerfi smárra byggða en svo var ekki.

… Spurningin sé ekki hvort slysaslepping af sömu stærðargráðu og í Washington gerist hér á landi heldur hvenær.

„Ef ég hefði gripið til aðgerða fyrir fram… Ég var ekki í aðstöðu, hvorki hvað þekkingu né forystu varðar, til að ég gæti það. Ef ég get hjálpað Íslendingum þá væri það: Ekki bíða. Ekki bíða eftir þessu hruni. Þetta land og forystumenn þess hafa enga afsökun. Þeir vita hvað getur gerst því þeir hafa séð það undanfarin ári hér á Íslandi. Og þeir geta litið til okkar og séð að það er bara tímaspursmál.“