Norska blaðið Aftenposten var að birta enska útgáfu af ítarlegri fréttaskýringu sem kom út síðasta sumar þar sem farið er ofan í saumana á hrikalegum dýravelferðarvanda í norsku sjókvíaeldi.
Í fyrra drápust 16,1% af eldislöxum í sjókvíum við Noregi og hefur ástandið aldrei verið verra þar.
Á Íslandi var það hins vegar enn hrikalegra því hér drápust 19,1% eldialaxa vegna þess aðbúnaðar sem fyrirtækin bjóða dýrunum uppá.
Um 58 milljón eldislaxa drápust 2022 við Noreg og um þrjár milljónir í íslenskum fjörðum.
Þessar tölur, hlutfall og fjöldi dauðra eldisdýra, eru svo orðnar miklu hrikalegri á þessu ári hér landi samkvæmt nýjustu tölum, sem má sjá á Mælaborði fiskeldis á vef MAST, og enn eru tveir mánuðir eftir af árinu.
Það er óskiljanlegt að stjórnvöld leyfi þessu dýraníði að viðgangast.