„…ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar,“ segir Þórdís sem segir þetta stríða gegn þeirri grunnhugmynd að þeir sem nota hafnir skuli borga fyrir þjónustu.“
Arnarlax var að vinna dómsmál sem Vesturbyggð höfðaði á hendur fyrirtækinu vegna þess að það neitaði að greiða hafnargjöld samkvæmt verðskrá sveitarfélagsins.
Svo er til fólk sem heldur að þessir stóriðjurisar séu í einhvers konar góðgerðarstarfsemi við brothættar byggðir á Íslandi. Hið rétta er að þau nýta og slíta innviðum, þar á meðal höfnum og vegum, sem almenningur hefur greitt fyrir og vilja ekki greiða fyrir notkunina.
RÚV fjallaði um niðurstöðu Héraðsdóms Vestfjarða:
Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að niðurstaða dómsins byggi á því að eldisfiskur teljist ekki sjávarafli og því sé ekki lagastoð fyrir álagningu aflagjalds af fiski sem landað er úr sjókvíaeldi.
„Þetta er mjög undarlegt og í raun er þetta á móti öllum grunnforsendum fyrir uppbyggingu og rekstri hafna,“ segir Þórdís Sif.
…
„Við vonumst til þess að þegar við áfrýjum þessu til Landsréttar að niðurstöðunni verði hnekkt. En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar,“ segir Þórdís sem segir þetta stríða gegn þeirri grunnhugmynd að þeir sem nota hafnir skuli borga fyrir þjónustu
„Það er sú hugmynd sem örugglega öll sveitarfélög hafa um hafnarstarfssemi,“ segir Þórdís og bætir við að lokum, „það er spurning hvort þetta sé ákveðinn áfellisdómur yfir þeirri löggjöf sem liggur til grundvallar.“