Hver og einn alþingismaður fékk í dag afhent eintak af bókinni The New Fish, sem segir söguna að baki sjókvíaeldi á laxi, afleiðingarnar sem þessi framleiðsla hefur á umhverfið og lífríkið og meðferðinni á eldisdýrunum.
Eintökin eru árituð af Simen Sætre sem kom til landsins að kynna útgáfuna en hann er norskur rannsóknarblaðamaður sem skrifaði bókina ásamt félaga sínum Kjetil Östli.
Bókin kom út á norsku fyrir tveimur árum en Patagonia gefur út ensku þýðinguna.
Bandaríska stórblaðið The New York Times gaf The New Fish fullt hús í gagnrýni fyrr í mánuðinum. Þar segir meðal annars:
„Þetta er vissulega feikilega kraftmikil úttekt á laxeldisiðnaðinum, en bókin snýst um miklu meira en það: hún segir líka frá hroka mannkyns, takmörkum tækninnar, botnlausri græðgi og skelfilegum lýsingum á dýraníði.“
Við mælum eindregið með The New Fish. Hægt er að nálgast bókina meðal annars í Fjallakofanum, umboðsaðila Patagonia á Íslandi.
Um jólin 2020 gáfum við hjá IWF fólkinu sem sat þá á Alþingi íslenska þýðingu á bókinni Undir yfirborðinu eftir norska rannsóknarblaðamanninn, Kjersti Sandvik. Hún kom út í Noregi 2016 og sagði frá því sem hafði gengið á í norska sjókvíaeldinu.
Alþingisfólkið getur því ekki sagt að það hafi ekki varað með beinum hætti við því sem myndi gerast hér. Vonandi bregðast þau við nú og grípa í taumana áður en það verður of seint.
Það er aðeins á valdi þeirra sem sitja á Alþingi að setja lög sem annað hvort heimila útrýmingu villtra dýra eða banna framleiðsluaðferðir við sem hafa þær afleiðingar. Það er í raun ótrúlegt að verið sé að ræða þetta. Auðvitað eigum við alltaf að standa vörð um náttúru og lífríki Íslands.