Þetta eru afspyrnu vond tíðindi. Kynþroska eldislax streymir nú í árnar í Húnavatnssýslu og víðar og er tilbúinn til hrygningar.

Og ótrúlegt en satt þá eru sjókvíaeldisfyrirtækin, sem eiga þessa fiska og týndu úr netapokunum, stikkfrí gagnvart því tjóni sem þau valda með erfðablöndun þessara norskættuðu eldislaxa við villta íslenska laxastofna. Sama gildir um skaðann á orðspori þessara þekktustu laxáa landsins. Það hefur þegar beðið hnekki.

Þetta eru hryðjuverk segja staðarhaldarar. Við tökum undir þá lýsingu.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu:

„Illa farn­ir, eld­islax­ar veidd­ust í Miðfjarðará í morg­un og Vatns­dalsá síðdeg­is. Í Miðfirði sást ann­ar fisk­ur sem grun­ur leik­ur á að sé eld­islax og stökk hann í sama hyl. Eld­islax­inn í Miðfirði var veru­lega særður og ugg­ar mjög skemmd­ir. Fisk­ur­inn var lúsug­ur og kom­inn tölu­vert upp í ána. Hann veidd­ist á veiðistað sem geng­ur und­ir nafn­inu TT og er um fjóra kíló­metra frá sjó.

Síðdeg­is veidd­ist í Vatns­dalsá grá­lúsug ugga­skemmd hrygna sem Allt bend­ir til að sé eld­islax. Hrygn­an vigtaði rúm sex kíló. Grun­ur er uppi um að ann­ar slík­ur hafi veiðst í gær­kvöldi.

„Þetta er eitt­hvað svo ótrú­lega geggjað. Maður er hér með stór­kost­lega laxveiðiá í bóm­ull og ger­ir allt sem maður get­ur til að ganga vel um hana og líf­ríkið í henni. Svo eru bara hrein­ræktaðirt­err­orist­ar við hliðina á manni og þeim er skít­sama. Ofan á þessa stöðu kem­ur svo getu­leysi ís­lenskra stjórn­mála­mann. Þeir eru til­bún­ir að eyða millj­ónatug­um í girðing­ar til að forðast að riðuveiki smit­ist milli lands­hluta. En þegar kem­ur að villta laxa­stofn­in­um á Íslandi þá er fólki bara skít­sama og stjórn­mála­menn eru þar fremst­ir í flokki,“ sagði Rafn Val­ur Al­freðsson leigutaki Miðfjarðarár í sam­tali við Sporðaköst. Miðfjarðaráin er und­an­far­in ár búin að vera besta nátt­úru­lega laxveiðiá lands­ins. …

Björn K. Rún­ars­son, leigutaki að Vatns­dalsá var viðstadd­ur þegar hinn meinti eld­islax veidd­ist nú síðdeg­is. „Þetta er með hrein­um ólík­ind­um. Maður er bú­inn að vera að heyra af þess­um kvik­ind­um síðustu daga. Það leyn­ir sér ekki að þetta er lax ættaður úr eldi sem veidd­ist hér í Hnaus­a­streng. Þetta eru bara hryðju­verk og eng­inn virðist ætla að gera neitt. Það eru kald­ar kveðjur frá rík­is­stjórn­inni sem þyk­ist vera að taka á um­hverf­is­mál­um og lofts­lags­vanda að láta svona fram­ferði óáreitt. Þetta eru hryðju­verk gegn ís­lenskri nátt­úru að láta sjókvía­eldi viðgang­ast og get­ur riðið ís­lenska laxa­stofn­in­um að fullu, en hann á í næg­um vanda nú þegar,“ sagði Björn og var mikið niðri fyr­ir.

Hvernig varð þér við Rafn þegar þú sást þenn­an fisk?

„Ég varð ógeðslega reiður. Það vissu all­ir að þetta var að fara að ger­ast. Stjórn­mála­menn hafa ekki nennt eða þorað að taka á þessu og ábyrgðin er al­farið þeirra. Það er verið að skipa fólki að flokka rusl heima hjá sér og fylla alla garða af sorpí­lát­um svo ekki fari sama plast eða pappi. En þegar kem­ur að norsk­um eld­islaxi, þá má hann vera í sjón­um í illa gerðum sjókví­um í næsta ná­grenni við laxveiðiárn­ar okk­ar. Er ekki allt í lagi hjá þessu fólki? Mér finnst skrítið að þetta sé að ger­ast á vakt Vinstri grænna. Þau virðast bara vera græn á tylli­dög­um,“ sagði Rafn Val­ur og það var auðheyrt að hon­um var gróf­lega mis­boðið.