Svona er þessi skaðlegi iðnaður og mun aldrei breytast á meðan þeir sem hagnast á honum halda áfram að nota netapoka sem hanga á flotgrindum.
Arctic Fish hefur ekki hugmynd hvað mikið af fiski hefur sloppið úr þessum sjókvíum.
Í frétt Vísis er vitnað í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að tvö göt hafi uppgötvast á kví Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði. Í kvínni eru 72.522 fiskar. Hvort gat um sig var 20×30 sentímetrar að stærð.
„Í tilkynningunni segir að búið sé að loka götunum. Verið er að skoða allar kvíar á svæðinu. Segir félagið að götin hafi verið tilkynnt til Fiskistofu og Matvælastofnunar eins og reglur kveði á um og viðbragðsáætlanir virkjaðar.
Þá segir í tilkynningunni að þrjú slysasleppingarnet verði lögð í dag sem dregin verða á morgun með eftirlitsfólki frá Fiskistofu. 72.522 fiskar séu í kvínni.
Meðalþyngd hvers þeirra sé um sex kíló og vegur fjöldinn samanlagt um 440. Byrjað var að vinna fisk úr kvínni og var síðast farið með fisk í vinnslu úr henni 8.ágúst, að því er segir í tilkynningu frá Arctic Seafarm.“