Morgunblaðið fjallar um Ekki í boði verkefnið í dag. Enda er það á fljúgandi siglingu!

„Alls hafa 45 veit­inga­hús og versl­an­ir nú tekið sjókvía­eld­islax af boðstól­un­um. Eig­end­ur veit­inga­húsa segja eld­islax úr sjókví­eldi vera meng­andi og sýki villta laxa­stofna við Ísland.

Íslenski nátt­úru­vernd­ar­sjóður­inn og Vernd­ar­sjóður villtra laxa­stofna hafa sett af stað her­ferðina „Ekki í boði“ með það að mark­miði að hvetja veit­inga­hús og neyt­end­ur til að taka sjókvía­eld­islax af mat­seðlum.

Veit­inga­hús sem taka þátt í her­ferðinni fá svo­kallaðan „Blá­an gluggamiða“ sem á að full­vissa neyt­end­ur um að lax­inn komi ekki úr sjókví­um.

„Þess vegna býð ég ekki uppá lax úr sjókvía­eldi“

Nuno Al­ex­andre Bentim Servo er for­ráðamaður fimm fyr­ir­tækja sem hafa fengið hinn svo­kallað „Bláa gluggamiða“, en það eru veit­ingastaðirn­ir Sus­hi Social, Apó­tekið, Sæta Svínið, Tres Locos og Tap­as bar­inn.

Servo seg­ir í sam­tali við mbl.is, að ástæðan fyr­ir þátt­töku fyr­ir­tækja hans vera þá að sjókvía­eld­islax sýki villta laxa­stofna og að besti kost­ur­inn sé land­eld­islax eins og um­rædd veit­inga­hús bjóði upp á.“