Þetta er eins afgerandi og það getur orðið, 59 prósent eru andvíg sjókvíaeldi en aðeins 19 prósent hlynnt.
Andstaðan við þessa óboðlegu aðferð við matvælaframleiðslu er klár í öllum aldurshópum, á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og meðal kjósenda allra flokka.
Þetta eru skýr skilaboð til fólksins sem fer með löggjafarvaldið á Alþingi. Við treystum á að þau sem þar sitja séu að hlusta.
Skv. frétt Morgunblaðsins:
Fram kemur að svarendur sem segjast kjósendur Pírata eru andvígastir sjókvíaeldi og sögðust 84% þeirra vera mótfallnir slíkum rekstri en aðeins 4% hlynntir. Þá eru kjósendur Miðflokks hlynntastir sjókvíaeldi eða 40% þeirra, en 41% þessa hóps segjast andvígir. …
Fólk á landsbyggðinni er líklegra til að líta sjókvíaeldi jákvæðum augum en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Sögðust 26% svarenda á landsbyggðinni hlynntir sjókvíaeldi en 47% andvígir. Á höfuðborgarsvæðinu eru aðeins 16% svarenda hlynntir en 65% andvígir.
Einstaklingar á aldrinum 18 til 24 ára reyndust hlynntari sjókvíaeldi en aðrir aldurshópar og einstaklingar á bilinu 55 til 64 ára andvígari en aðrir.
Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 24. febrúar. Um er að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents og var úrtakið tvö þúsund einstaklingar 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 49,5%.