Stundin fer í þessari grein yfir aðdraganda þess að Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna sekt á Arnarlax.
Sjókvíaeldisfyrirtækið getur ekki gert grein fyrir afdrifum að minnsta kosti 81.564, eldislaxa sem það var með í kví í Arnarfirði. Gat á stærð við bílskúrshurð fannst á sjókvínni í ágúst fyrra.
Eldislax hefur verið að finnast í ám um alla Suðurfirði undanfarnar vikur. Fastagestir á þessari síðu kannast örugglega við kennara í fiskeldisfræðum við Háskólann að Hólum sem fer jafnan mikinn í athugasemdakerfinu hér og hefur meðal annars ítrekað haldið því fram að lífslíkur eldislax utan sjókvíanna séu nánast engar. Hitt liggur þó staðfest fyrir að erfðablöndun eldislaxa við villta stofna hefur greinst í fjölmörgum ám á sunnanverðum Vestfjörðum. Við hjá IWF höfum líka heimildir fyrir því að erfðablöndun hefur greinst í vatnsföllum sem renna í Steingrímsfjörð við Húnaflóa. Við bíðum eftir staðfestingu á þeim grafalvarlegu fréttum.
Til að setja í samhengi töluna yfir eldislaxana sem Arnarlax veit ekki hvað varð um, 81.564 stykki, þá telur allur villti íslenski laxastofninni 50.000 til 60.000 fiska. Eldislaxarnir sem Arnarlax týndi eru úr einni sjókví sem í voru settir upprunaleg um 130.000 fiskar.
Alls eru nú í sjókvíum við Ísland 18,6 milljón eldislaxar, samkvæmt MAST. Það er um 338-faldur íslenski villti laxastofninn.
Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum.