Allt er þetta mál með miklum ólíkindum.

Í frétt Vísis segir:

„Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gefið út tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins þar sem hún leiðréttir svar við fyrirspurn Brynju Dan Gunnarsdóttur þess efnis að ekki séu staðfest tilvik um erfðablöndun eldislaxa og villtra. Það sé rangt.

Fyrirspurn Brynju Dan var í fjórum liðum og sneri einn að erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og svo villtra laxastofna; hvort ráðherra teldi þörf á að bregðast við því með einhverjum hætti? Hvort staðan sé ásættanleg svo sem að teknu tilliti til dýravelferðar? …

Vísir greindi frá því í nóvember í fyrra að slík tilvik eru staðfest. Það hafa rannsóknir Jóhannesar Sturlaugssonar líffræðings, eins okkar fremsta sérfræðings í ferskvatnsfiskum, staðfest. …

Í yfirlýsingu Svandísar nú segir að í ljós hafi komið að svarið við fyrirspurn Brynju Dan hafi ekki verið byggt á nægilega tryggum upplýsingum. „Fram kom í svarinu að erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum hafi ekki verið staðfest. Það er rangt.“

Nú er unnið að því að uppfæra svar við fyrirspurninni og verður það svar sent Alþingi í dag. Þá er áréttað að ráðherra hafi „ákveðið að stofna starfshóp sem mun yfirfara þær reglur sem gilda hérlendis og þá ferla og framkvæmd sem er til staðar, en jafnframt afla gagna um reglur og framkvæmd þeirra í Noregi og Færeyjum. Hópurinn mun gera tillögur að endurskoðuðum reglum og verkferlum.“