Við stöndum með Hafmeyjuklúbbnum og íbúum Seyðisfjarðar gegn sjókvíaeldi í firðinum.

Í Mbl.is er fjallað um mótmæli íbúa Seyðisfjarðar gegn fyrirætlunum um sjókvíaeldi í firðinum. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, sem er í sam­tök­un­um VÁ – fé­lagi um vernd fjarðar, og sit­ur í sveit­ar­stjórn Múlaþings, segir að mót­mæl­in hafi verið vel sótt.

Ásrún bend­ir á að um 55 pró­sent Seyðfirðinga séu búin að ljá und­ir­skriftal­ista nafn sitt til að mót­mæla fisk­eld­inu

„Þetta er merki um það að pen­ing­ar er­lendra stór­fyr­ir­tækja séu að valta yfir vilja fólks,” seg­ir Ásrún. 

Hún bæt­ir við að fund­ur sem var hald­inn í bæn­um af Skipu­lags­stofn­un rík­is­ins um haf- og strandsvæðis­skipu­lag sem fyr­ir­hugað er að samþykkja á kom­andi miss­er­um hafi komið henni og mörg­um íbú­um á óvart.

„Til­finn­ing­in var sú að skipu­lagið væri samið fyr­ir fisk­eldið,” seg­ir Ásrún og bæt­ir því við að hún ásamt meðlim­um í Vá – fé­lags um vernd fjarðar – hafi í kjöl­farið sent at­huga­semd­ir við skipu­lag­inu en að svör hafi verið af skorn­um skammti. … 

„Þeir tala um þetta eins og þetta eigi að ger­ast í haust 2023 og tala mjög fögr­um orðum um að þetta eigi að fara fram í sátt og sam­lyndi íbúa en þetta er það alls ekki.”