Athyglisverðar fréttir af landeldi í Öxarfirði. Þar ætlar Samherji að tvöfalda umfang núverandi framleiðslu á eldislaxi og fara í 3.000 tonn á ári. Við stækkunina ætlar fyrirtækið að prófa tækni og búnað sem verður undanfari 40.000 tonna landeldisstöðvar sem mun rísa á Reykjanesi.
Þetta er samtími og framtíð þessa iðnaðar. Opið sjókvíaeldi byggir á úreltri tækni fortíðar þar sem náttúran og lífríkið eru látin niðugreiða starfsemina með því að taka á sig skaðann af mengun og erfðablöndun.
Skv. tilkynningu Samherja:
„Stjórn Samherja fiskeldis hefur ákveðið að stækka landeldisstöð félagsins í Öxarfirði um helming, þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn af laxi á ári.
Áætlaður kostnaður er um einn og hálfur milljarður króna. Framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis segir miðað við að framkvæmdum verði lokið eftir um það bil eitt ár. Sem hluti af hringrásarhagkerfi eldisins, bættri nýtingu og kolefnisjöfnun er landgræðsla og síðar skógrækt áformuð á nærliggjandi jörð, sem Samherji hefur keypt vegna stækkunarinnar.“