IWF hefur skilað umsögn til Skipulagsstofnunar um fyrirhugað 10.000 tonna eldi Fiskeldis Austfjarða í opnum sjókvíum í Seyðisfirði.
IWF leggst alfarið gegn þeim áætlunum enda fyrirséð að iðnaðareldi af þeirri stærð mun skaða villta bleikju- og laxastofna sem óumdeilt er að finna í Fjarðará í botni Seyðisfjarðar.
Skólpmengunin frá 10.000 tonna eldi á laxi í sjókvíum er líka gríðarlega mikil.
Í umsögninni bendum við meðal annars á að engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og að sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af margra milljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Á sama tíma fá sjókvíaeldisfyrirtæki að menga firði landsins vegna þess að starfsemin fer fram „í viðtakanum“. Þetta er fráleit staða.
Afrit af umsögn okkar (sex blaðsíður alls) fylgir hér með fyrir þau sem vilja kynna sér málið betur.