Eftirspurn fjárfesta eftir nýju hlutafé í landeldsstöð sem rísa mun í Japan og norski eldisrisinn Grieg á hlut í, var tíföld umfram framboð.
Gnægt strandsvæða er við Japan, sem er eyjaklasi fimm megineyja og fjölda smærri eyja, og þar býr mikil fiskveiðiþjóð. Uppbygging á laxeldi er þó á landi þar en ekki í sjó. Nú þegar eru að minnsta kosti tvær landeldisstöðvar komnar af stað og nokkrar til viðbótar ýmist í byggingu eða fjármögnun.
Sérfræðingar segja að i landeldislaxinn framleiddur í Japan verði allt að 40% ódýrari en sá sem er flogið til landsins frá Noregi eða Chile, meðal annars vegna minni flutningskostnaðar, betri fóðurnýtingar og að engin þörf sé á að meðhöndla laxinn með kemískum efnum eða lyfjum vegna lúsarinnar, sem er viðvarandi vandamál í sjókvíaeldi.
Skv. frétt Salmon Business:
„In a statement on the Oslo Stock Exchange, Proximar Seafood writes that the private placement has been successfully placed through the allocation of 24,691,360 new shares in the company at a price of NOK 16.20 per share, raising gross proceeds of EUR 40 million.
The private placement attracted strong interest from Norwegian, Nordic and international institutional investors and family offices and was more than 10 times oversubscribed excluding shares pre-allocated to Nutreco International and cornerstone investors.“