Við mælum með þessari grein Tómasar Guðbjartssonar og Ólafs Más Björnssonar í Fréttablaðinu:
„En það eru svört ský sem ógna Svartá og umhverfi hennar. Svartárvirkjun er á teikniborðinu en með því að stífla ána verður uppeldisstöðvum einstaks stofns urriða rústað og tilvist húsandarstofnsins í ánni ógnað. Auk þess munu virkjanamannvirki minnka aðdráttarafl gönguleiða. Þetta er ekki fyrsta aðförin að þessum fallegu ám því á áttunda áratugnum stóð til að veita þeim með skurðum í Mývatn sem nýta átti sem miðlunarlón fyrir virkjanir í Laxá. Fyrir frækna baráttu þingeyskra bænda voru þau áform stöðvuð og stífla í ofanverðri Laxá sprengd í skjóli nætur. Í dag þætti algjör firra að breyta Mývatni í miðlunarlón, enda náttúruperla á heimsmælikvarða. Enn er hægt að bjarga Svartá frá fallöxi virkjunar, enda óskynsamlegt að kveikja í tunnu fullri af svörtu gulli – og það þegar ofgnótt er af rafmagni.“