Daglegar fréttir um byggingu landeldisstöðva um allan heim eru áminning um að það er ábyrgðarleysi að veðja á sjókvíaeldi sem undirstöðuatvinnugrein í viðkvæmum byggðarlögum.
Greinendur á þessum markaði spá því að sjókvíaeldi á þeim svæðum sem þurfa að fljúga sinni vöru um langan veg verði fyrstu fyrirtækin til að falla í samkeppni við landeldisstöðvar sem ala sinn lax við þröskuld þess svæðis sem hann verður seldur á. Þessi þróun er hafin fyrir all nokkru og skriðþunginn eykst með hverjum deginum. Í því samhengi má til dæmis hafa í huga að nú eru liðin um tvö ár frá því sala hófst í Dubai á Atlantshafslaxi sem alinn er í landeldisstöð í eyðimörkinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Skv Salmon Business:
„Proximar Seafood writes that the construction contract and a final land purchase agreement with Daiwa House Industry have been signed. The construction preparations are set to start by the end of the 1st quarter of this year.
The signing of the contracts are “important milestones for the company in starting construction of the first large-scale RAS facility for Atlantic salmon in Japan,” said Proximar CEO Joachim Nielsen. … The facility will produce 5,300 tonnes of salmon in the first phase. From 2024, the plan is to expand by another 21,000 tonnes.“