Áfram heldur gríðarlegur fiskidauði í sjókvíum við Ísland. Þetta má sjá á nýjum tölum sem voru að birtast á vefsvæði Matvælastofnunar yfir „afföll“ og magn eldislax í sjókvíum í júlí.
Í þeim mánuði einum drápust rúmlega 341 þúsund eldislaxar í sjókvíunum, eða um ellefu þúsund fiskar á hverjum einasta 31 degi mánaðarins sem var sá næstversti á árinu.
Á fyrstu sjö mánuðum ársins hafa því drepist um 1,7 milljón laxa í sjókvíum hér við land. Þessa hörmulega meferð á eldisdýrunum bætist við óhreinsað skólp, fóðurleifar, lyf og eiturefni sem streyma úr sjókvíunum beint í hafið og erfðablöndun eldislax við villta laxastofna. Dauðinn í sjókvíunum er á við ríflega 21 faldan fjölda alls stofn íslenska villta laxins.
Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.
Munið að spyrja hvaðan laxinn kemur sem er seldur í búðum og á veitingahúsum.