Mikið óveður gekk yfir Færeyjar um síðastliðin mánaðarmót. Óveðrið hófst 28 febrúar, og slotaði ekki fyrr en 2 mars, fjórum dögum síðar. Um ein milljón eldislaxa drápust í sjókvíum við eyjarnar meðan þessi ósköp dundu yfir.
Því miður eru slíkar fréttir af stórfelldum dauða eldisdýra allt of algengar í þessum harðneskjulega iðnaði. Margar milljónir laxa drápust í sjókvíum við Noreg í fyrrasumar vegna þörungablóma og milljónir köfnuðu líka í sjókvíum við Kanada síðasta sumar. Fiskurinn er innilokaður í kvíunum og á sér enga undankomu auðið ólíkt villtum fiski.
Hér við land er enn verið að hreinsa dauðan fisk upp úr sjókvíum. Þegar er búið að staðfesta að 129.000 fiskar hafa drepist í sjóvkíum Arnarlax en fyrir tveimur árum drápust hjá því eina fyrirtæki um 600.000 fiskar.