Enn halda tölur um laxadauðann í sjókvíum Arnarlax að hækka. Nýjasta útgáfan er 570 tonn sem er 100 tonna hækkun frá næst nýjustu tölunni.
Í meðfylgjandi fréttaskýringu segir yfirdýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST að þennan mikla fiskidauða megi rekja til ,,fordæmalausrar veðráttu“. Þetta eru vægast sagt sérstök ummæli. Aðeins eru tvö ár liðin frá því milli 1.000 og 1.500 tonn af fiski drápust í sjókvíum Arnarla. Sagðar voru ítarlegar fréttir af þeim hörmungum á þeim tíma um svipað leyti árs og nú.
Til að setja þetta í samhengi þá þýða þessar tölur að milli 200 og 300 þúsund laxar hafi drepist 2018. Allur íslenski villti laxastofninn telur um 80 þúsund fiska.
„Talið er að um 570 tonn af eldislaxi hafi drepist í kvíum nærri Bíldudal vegna óveðurs í janúar. Verðmætabjörgun hefur staðið yfir en eftirlitsmaður Matvælastofnunar segir enga hættu hafa verið á umhverfisslysi.
Arnarlax er með höfuðstöðvar á Bíldudal. Í janúar varð mikill laxadauði í sjókvíum innan við Hringsdal sem er einn af fjórum stöðum þar sem Arnarlax er með eldi. Það er rakið til fordæmalausrar veðráttu. Óveður olli straumköstum sem olli því að fiskur nuddaðist upp við kvíanótina. Þannig myndast sár sem geta valdið dauða.“