Fréttastofa RÚV segir frá því að rifa hafi fundist á netapoka í sjókví Arctic Sea Farm sem í voru 170 þúsund laxar. Á þessari stundu er ekki vitað hversu margir laxar sluppu út. Sú tala mun ekki koma í ljós endanlega fyrr en slátrað verður upp úr kvínni og það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta ári sé miðað við núverandi þyngd fiskanna, um 2,4 kíló.
Heimild RUV fyrir fréttinni er heimasíða fyrirtækisins, sem reynir vitaskuld að gera sem allra minnst úr atvikinu, enda hagsmunir og orðspor þess í húfi.
Ekki eru hins vegar neinar upplýsingar um málið að sjá á vef MAST, sem á lögum samkvæmt að hafa eftirlit með þessari starfsemi og upplýsa almenning.