Verksmiðjuskipið Norwegian Gannet er hægt og bítandi byrjað að breyta landslaginu í norsku sjókvíaeldi. Í stað þess að starfsfólk á hverjum stað landi eldislaxinum og geri hann tilbúinn fyrir landflutning siglir þetta skip að sjókvíunum sýgur laxinn upp og slátrar honum um borð á leiðinni til verksmiðju sem staðsett er í Danmörku.
Skipið hefur verið í siglingum við Noregi og Skotland frá því það var sjósett fyrir um tveimur árum.