Hér er skjáskot úr nýjustu fundargerð Fisksjúkdómanefndar sem birt er á vef Matvælastofnunnar. Þessi fundur var haldinn fyrir meira en mánuði en fundargerðin kom síðar á netið.
Ekki hefur heyrst hósti né stuna frá MAST um að þessi leyfi til eitrunar hafi verið gefin út. Við stöndum við heimildir okkar um að þær séu hafnar.
Um ástandið í sjókvíum Arctic Sea Farm í Tálknafirði og Patreksfirði segir Fisksjúkdómanefnd: „Það er mat nefndarinnar að fjöldi fiskilúsa í umræddum kvíum sé orðin slíkur að áhrif hennar á velferð fiskanna sé orðinn veruleg.“
Sama lýsing er gefin um ástandið í sjókvíum Arnarlax í þessum fjörðum.
Enn er ósvarað af hverju MAST hefur breytt vinnulagi sínu og sendir ekki út tilkynningar um lyfja-/eiturefnanotkun við þessa matvælaframleiðslu.
Sagt hefur verið frá því áður að Whole Foods kaupir ekki eldislax sem hefur verið meðhöndlaður með þessum hætti. Ekki hafa fengist svör við því á hvaða markað þessi fiskur fer.
https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/766478917153007/?type=3&theater