Fjárfesting í stóru landeldisstöðinni í Miami hefur heldur betur reynst happadrjúg fyrir þá sem tóku stöðu þar snemma. Þannig hefur nú norski fjárfestirinn Stein Erik Hagen selt með miklum hagnaði hlut sem hann keypti í útboði í fyrra. Verðmætið tvöfaldaðist á þeim tíma sem Hagen hélt á hlutnum.
Þetta er að gerast á sama tíma og stjórnarformaður Landsambands fiskeldisstöðva, Einar K. Guðfinnsson, heldur því blákalt fram að enginn „business“ sé í landeldi, nú síðast á opnum málefnafundi sem #Píratar héldu í Norræna húsinu á dögunum. Var honum reyndar bent á þar að fyrirtæki innan þess landsambands sem hann veitir forstöðu, stunda nú þegar blómlegt landeldi hér á landi.