Hroðalegt er nú um að litast meðfram ströndinni þar sem þrjár milljónir eldislaxa drápust í sjókvíum við Nýfundnaland. Þykkt hvítt lag af rotnandi leifum laxins þekur strandlengjuna og fitubrák flýtur frá kvíunum. Er ljóst að þarna hefur orðið meiriháttar mengunarslys.
Svona er þessi iðnaður þar sem náttúrunni er sendur reikningurinn fyrir starfseminni og velferð eldisdýranna er léttvæg fundin.
Eigandi sjókvíanna er norski eldisrisinn Mowi en tilkynnt var í norsku Kauphöllinni í dag að fyrirtæki hefði verið með metveltu á þriðja ársfjórðungi og hyggðist greiða út arð upp á 131 milljón evra, sem samsvarar 18,2 milljörðum íslenskra króna.
CBC fjallaði um óþverrann og mengunina sem hefur fylgt þessu slysi:
„Northern Harvest Sea Farms says all dead salmon have been cleaned up from Fortune Bay, nearly two months after the die-off was reported to government. …
However, photos and videos obtained by CBC News shows large swaths of yellow fat within some sea cages and white residue coating beaches and covers on the south coast. …
Clancy Walker of the activist Sea Shepherd Conservation Society says that any cleanup done appears not to have involved the nearby beaches, which are covered in an inch of salmon fat.