Hér er grein úr Fiskifréttum varðandi hættur á laxeldi í opnum sjókvíum í Noregi.
Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að slysasleppingar frá sjókvíaeldi á laxi sé langstærsta ógnin við villtu laxastofnana í Noregi. Skv. frétt Fiskifrétta:
„Mikil ógn steðjar að norskum villtum laxastofnum og allar helstu ástæður hennar verða raktar til laxeldis í sjókvíum. Erfðablöndun er þegar orðin útbreidd og mikil.
Þetta er niðurstaða sérstakrar vísindanefndar í árlegri skýrslu um ástand villts lax í Noregi, sem er nýbirt. Að vinnunni koma 13 vísindamenn frá sjö stofnunum og háskólum í Noregi, sem unnu úttektina á vegum norskra umhverfisyfirvalda. Verkefni þeirra er að meta ástand laxastofnanna og þær ógnir sem að þeim stafa, birta ráðgjöf um veiði á vísindalegum grunni og annað sem kemur að notum við umgengni við þá. Nefndin er sjálfstæð og þeir sem hana skipa starfa ekki innan hennar í nafni þeirra stofnana eða háskóla sem þeir koma frá. …
Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að slysasleppingar frá sjókvíaeldi á laxi sé langstærsta ógnin við villtu laxastofnana í Noregi. Erfðablöndun í hrygningu villtra laxa og eldislax hefur verið staðfest í fjölda áa, segir í niðurstöðum nefndarinnar. Erfðabreytingarnar sem raktar eru til hennar munu nær örugglega ekki ganga til baka, segir þar einnig og er vísað í fjölda rannsókna þar sem fullyrt er að afkvæmi villtra laxa og eldislaxa séu síður líklegir til að spjara sig í villtri náttúru og tíni því tölunni í hafinu.
Laxalús er talin önnur helsta ógnin við laxastofnana og í fyrsta sinn treysta nefndarmenn sér til að staðfesta að áhrif hennar ná til laxastofna um allan Noreg. …“