Hér er komin stórfrétt frá Noregi!
Sveitarfélagið Tromsö hefur ákveðið að banna útgáfu á leyfum fyrir auknu laxeldi í opnum sjókvíum og jafnframt lýst því yfir að leyfi sem þegar eru til staðar verða ekki framlengd nema að eldið verði fært í lokaðar kvíar.
Eins og staðan er í dag er ekkert eldi í lokuðum kvíum í umdæmi Tromsö þannig að þetta er meiriháttar stefnubreyting. Í fréttinni kemur fram að ástæðan fyrir þessum viðsnúningi er umhverfisvernd.
Framtíðin í eldi er á landi, segir Jarle Heitmann einn bæjarfulltrúa í Tromsö í viðtali við iTromsö