Það er með miklum ólíkindum að fylgjast með því skeytingarleysi sem sjókvíaeldismenn sýna afkomu þeirra sem treysta á tekjur af lax- og silungsveiðihlunnindum í sinni lífsafkomu. Þau hlunnindi eru ein af meginstoðum í íslenskum landbúnaði. Á Alþingi virðist ríkja algjört andvaraleysi um að bændur og fjölskyldur þeirra hafa í margar kynslóðir treyst á þessar tekjur í búskapnum. Án þeirra munu margar fjölskyldur þurfa að bregða búi.
Í Noregi eru um 70 prósent villtra laxastofna skaðaðir varanlega vegna erfðablöndunar við eldislax. Auðvitað mun það sama gerast hér. Staðreyndin er sú að mengun umhverfis og hignun lífríkis hefur vond áhrif á atvinnstig.
Það er óásættanlegt ef skapa á störf með því að eyða þeim annars staðar.