„Þar til við vitum meira leggjum við til að það verði bannað að setja lúsalyf í hafið við eldiskvíar,“ segir Harald Tom Nesvik, sjávarútvegsráðherra Noregs.

Skv. Fiskifréttum:

„Lúsaeitrið vetnisperoxíð reyndist rækjum og rauðátu mun hættulegra en áður var talið. Nýr sjávarútvegsráðherra Noregs hyggst herða mjög reglur um efnameðhöndlun gegn laxalús.

Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því nýverið að vetnisperoxíð, sem notað hefur verið í miklu mæli í Noregi til að eitra fyrir laxalús, sé mun hættulegra en áður hefur verið talið.

Norska rannsóknarmiðstöðin IRIS, sem er óháð og alþjóðleg, hefur birt nýjar niðurstöður rannsókna sinna á áhrifum vetnisperoxíðs á rækju, þar sem fram kemur að jafnvel þótt eitrið sé verulega útþynnt verði rækjur fyrir miklum skaða.“