Sú orðræða sem Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, heldur á lofti um að Vestfirðingum sé haldið í herkví er afar dapurleg. Það er sorglegt að sjá stöðuna fyrir vestan talaða niður með þessum hætti. Skoðum aðeins hvað er að baki þessum upphrópunum Höllu.
Á kosningafundi með oddvitum framboða fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Ísafjarðarbæ í vor kom fram að á síðasta kjörtímabili var hvorki hægt að anna eftirspurn eftir húsnæði né leikskólaplássum í bænum.
Mannlíf í Ísafjarðarbæ stendur sem sagt í miklum blóma, án laxeldis í opnum sjókvíum. Því ber auðvitað að fagna.
Þegar skoðaðar eru nýjustu tölur yfir atvinnuleysi fyrir vestan sést að það er vel undir landsmeðaltalinu og hefur verið þannig um all langa hríð. Það er til dæmis mun lægra en í höfuðborginni, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/496866320780936/?type=3&theater