Sá texti sem blasir við á forsíðu vefsvæðis Arnarlax er vægast sagt grátbroslegur í ljósi frétta af fyrirtækinu. Þar stendur stórum stöfum: „SALMON FARMED IN HARMONY WITH NATURE“.
Þessi rekstur er þó ekki í neinni sátt við náttúruna. Eldisdýrin eru illa haldin af nýrnaveiki og lúsafári, sem hefur þurft ítrekað að bregðast við með því hella eitri í sjóinn, fyrirtækið fékk ekki þá alþjóðlega vottun um umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu, sem það sóttist eftir, meðal annars vegna neikvæðrar stöðu lífríkis á botni Tálknafjarðar, mikils laxadauða í kvíum og umfangs lúsavandans, og svo hefur fyrirtækið markviss brotið gegn starfsleyfi sínu undanfarna þrjá mánuði á þann hátt að Umhverfisstofnun áformar að áminna það.
Athugið að þetta eru aðeins þau mál sem hafa komið fram í fjölmiðlum undanfarna daga.
https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/489232444877657/?type=3&theater