Staðfest. Hafrannsóknarstofnun hefur staðfest að lax sem veiddist í Vatnsdalsá 31. ágúst síðastliðinn var eldislax. Skv. Fréttablaðinu:

„Leigutaki í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu til 23 ára, Pétur Pétursson, sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að hann væri handviss um að laxinn væri eldislax.

„Ef þetta reynist rétt þá segir það okkur að mennirnir sem verja þetta eru bara að bulla.“

Ekkert fiskeldi er nálægt Vatnsdalsá og því ljóst að eldislaxinn hefur þurft að ferðast töluvert langa leið. Nokkuð sem andstæðingar laxeldis hafa bent á að sé lítið mál fyrir laxinn, þvert á það sem fylgjendur fiskeldis hafa fullyrt.

Pétur sagði við Fréttablaðið.is á laugardag að hann óttaðist hvaða þýðingu það hefði fyrir villilaxinn og ána að þar hafi fundist eldislax.

„Þetta er einfaldlega bara skemmdarverk í náttúrunni ef svona fiskar fara af stað og nema land.“