Alvarlegar athugasemdir ASC við vottunarferli Arnarlax:

„Dauði fugla og annarra dýra í návígi eldisins er tíðari en staðlar vottunarinnar leyfa og engar upplýsingar liggja fyrir um viðbrögð eða fyrirbyggjandi aðgerðir fyrirtækisins til að koma í veg fyrir fleiri slík tilvik. Tíðni óútskýrðs laxadauða (22 prósent hjá Arnarlaxi) er einnig of há til að uppfylla skilyrði vottunaraðilans.“

Í frétt Vísis segir m.a.:

„Hinn 4. júlí síðastliðinn birti ASC skýrsludrög þar sem gerðar eru athugasemdir við ýmsa þætti í framleiðsluferli fyrirtækisins sem uppfylla ekki skilyrði vottunarinnar. Dauði fugla og annarra dýra í návígi eldisins er tíðari en staðlar vottunarinnar leyfa og engar upplýsingar liggja fyrir um viðbrögð eða fyrirbyggjandi aðgerðir fyrirtækisins til að koma í veg fyrir fleiri slík tilvik. Tíðni óútskýrðs laxadauða (22 prósent hjá Arnarlaxi) er einnig of há til að uppfylla skilyrði vottunaraðilans.

Þá fer umfang lúsavandans einnig upp fyrir leyfilegt viðmið og skortur er á að áhrif hans á villta laxastofninn hafi verið rannsökuð.

Öryggisáætlunum um borð í þjónustubátum við eldið er einnig ábótavant; þær ýmist ekki fyrir hendi eða ekki aðgengilegar.“