Landssamband veiðifélaga vekur athygli á einstökri erfðasamsetningu villtra laxastofna á Vestfjörðum:
„Erfðasamsetning stofna á Vestfjörðum gefur til kynna að þeir myndi sérstakan erfðahóp og séu skyldari hver öðrum en laxastofnum í öðrum landshlutum. Leó sagði að betri greiningu þyrfti á stofngerð villtra laxa á Vestfjörðum.
Íslenski laxastofninn hefur mesta erfðafræðilega sérstöðu allra laxastofna í Evrópu. Norski laxinn tilheyrir annarri þróunarlínu. Sýnt hefur verið fram á erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa í nágrenni eldissvæða á Vestfjörðum, eins og kom fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem gefin var út í fyrra. Sú staðreynd ógnar líffræðilegri fjölbreytni og getur valdið því að villtu laxastofnarnir á svæðinu hverfi í þeirri mynd sem þeir eru nú, að sögn Leós. Hann sagði engar rannsóknir styðja það að slík blöndum hefði jákvæð áhrif heldur þvert á móti. Því væri brýnt að rannsaka hver staðan væri og grípa til aðgerða til verndar íslenska villta laxinum.“
https://www.facebook.com/landssambandveidifelaga/posts/572651939781422?__tn__=H-R