Þessar sláandi myndir eru af götum á sjókví Arnarlax í Hringsdal í Arnarfirði. Hvernig í ósköpunum getur fyrirtækið og MAST fullyrt að fiskur hafi ekki sloppið út? Athugið að Arnarlax fullyrti í fréttatilkynningu, sem fyrirtækið sendi frá sér síðastliðinn mánudag, að „engin net hefðu rofnað“.

Staðreyndin er sú að sjókvíar eru afar frumstæð og ófullkomin tækni. Það er einfaldlega ómögulegt að koma í veg fyrir slys þar sem fiskur sleppur út.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/365678640566372/?type=3&theater