Það er vægast sagt mjög ótraustvekjandi að stjórnendur laxeldisfyrirtækisins haldi Umhverfisstofnun ekki upplýstri við þessar aðstæður. Skv. frétt RÚV:
„Umhverfisstofnun lítur það alvarlegum augum að óhapp hjá Arnarlaxi í síðustu viku hafi ekki verið tilkynnt til stofnunarinnar, sem er eftirlitsaðili með starfseminni. Þetta segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.
Greint var frá því í fréttum í dag að laxeldiskví hjá Arnarlaxi hafi sokkið í Tálknafirði á dögunum og að í henni hafi verið 500 til 600 tonn af eldislaxi. Haft var eftir yfirmanni hjá fyrirtækinu að hann teldi að enginn lax hefði sloppið.“