Hætta er á að eldisfiskurinn dreifi sér í veiðiár allt í kringum landið auk þess sem eldið valdi stórfelldri saur- og fóðurleifamengun í nágrenni við eldiskvírnar.
„Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og sex veiðiréttarhafar í við Ísafjarðardjúp hafa kært útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm. Stofnunin gaf út leyfi fyrir 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi og regnbogasilungi í opnum sjókvíum í Dýrafirði.
Kærendur segjast eiga mikilla hagsmuna að gæta af því að lífríki í átta ám verði ekki stefnt í hættu með lúsafári og mengun frá erlendum og framandi regnbogasilungi eða norskum kynbættum eldislaxi. Kærendur óttast að eldisfiskurinn dreifi sér í veiðiár allt í kringum landið auk þess sem eldið valdi stórfelldri saur- og fóðurleifamengun í nágrenni eldiskvínna. “