Myndbandið af „laxafallbyssunni“ sem fjallað er um í þessari frétt The Guardian hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga. Myndbandið sýnir hvernig villtum laxi er komið fram hjá stíflugörðum sem eru farartálmar á leið laxins til náttúrulegra heimkynna sinna.
Þessi tækni hefur verið í notkun í Noregi og Bandaríkjunum í nokkur ár. Fyrsta útgáfan útheimti aðstoð mannshandarinnar við að koma fiskunum í rörið en samkvæmt fréttinni geta þeir synt sjálfir í það í nýjustu útfærslunni. Fram kemur að milljónir fiska hafa verið fluttir með þessum hætti fram hjá stíflum austan hafs og vestan frá því „fallbyssan“ var tekin í notkun.
Skv. The Guardian:
„The Whooshh Passage Portal is a system that you put into a river that automates the entire process of getting a fish over a dam. In those early videos five years ago you would see people hand-feeding the fish in; today the fish swim into the system on their own. Inside the tubes is a kind of an airlock where we make a small pressure differential to create a force so the fish moves through the tube. And that tube is irrigated, it’s misted on the inside, so the fish is able to breathe, and it’s a frictionless environment.
From the fish’s perspective it’s a completely smooth ride and it actually feels to them like they’re in the water. And that’s why when they come out the exit they just swim away. They swim in, they slide, they glide, and they swim off. There’s no shock to their system.“