Norski fiskeldisrisinn Mowi á yfir höfði sér um 900 milljóna króna sekt og sviptingu á starfsleyfi leyfi vegna stóra sjókvíaeldisflóttans við Chile í fyrra. Um 680.000 eldislaxar syntu út í frelsið þegar óveður gekk yfir sjókvíaeldisstöð Mowi, sem áður hét Marine Harvest. Stjórnvöld í Chile hafa sagt þetta vera eitt stærsta umhverfisslys sem hefur átt sér stað í hafinu við landið.

Sjókvíaeldisstöðin var innan við árs gömul og uppfyllti alla nýjustu öryggisstaðla. Hún féll hins vegar strax á fyrsta vetri þegar gerði aftakaveður. Skv. umfjöllun SalmonBusiness:

„EUR 6 million fine being touted after 680,000 escaped from a Mowi farm in Chile last July. … The salmon farmer also risks losing its concession after only reaching the 5.5 per cent recapture rate when the minimum set was 10.“