Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum sem gilda um fiskeldi skautar alfarið fram hjá þeirri grundvallarspurningu hvort sjókvíaeldi við Íslandsstrendur sé yfirhöfuð réttlætanlegt vegna þeirrar ógnar sem að lífríki landsins stendur af því.
„Icelandic Wild life fund gagnrýndi harðlega að ráðherra gæti hlutast til með pólitískum hætti í áhættumati Hafró samkvæmt frumvarpsdrögunum. Jón Kaldal, talsmaður Iceland Wild life fund segir frumvarpið vera til bóta frá fyrri drögum, að áhættumatið sé nú bindandi fyrir ráðherra. Hann segir að þó sé ýmislegt sem að þurfi að bæta úr. „Þar á meðal finnst okkur þessi samráðsnefnd sem er þarna í frumvarpinu vera sérstakt fyrirbrigði. Þarna lítur út fyrir að þarna sé verið að lögfesta vettvang til að setja fram þrýsting á Hafrannsóknastofnun.“ Nefndin á að vera skipuð fimm manns tilnefndum af Hafrannsóknastofnun, fiskeldisstöðvum, Landssambandi veiðifélaga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Jón telur að eðlilegra væri að leita til fagaðila: „En að fela leikmönnum frá hagsmunaaðlum að rýna vísindaleg gögn Hafró, það finnst okkur mjög sértakt.““