Á næstu árum mun snarfjölga stórum landeldisstöðvum sem framleiða lax fyrir sinn heimamarkað einsog fjallað er um í meðfylgjandi frétt. Þessi þróun er komin af stað og hún verður ekki stöðvuð.
Greinendur á laxeldismarkaðinum telja einsýnt að þeir keppinautar sem munu fyrst tapa í samkeppninni við þessa staðbundnu framleiðslu eru þeir sem þurfa að fljúga sinni vöru um langan veg á markað.
Eins og staðan er nú mun sjókvíaeldi á jaðarsvæðum mögulega vera arðbært þar sem allt gengur upp, en þegar landeldisstöðvarnar verða komnar á fullt bendir flest til þess að stöðvum á jaðrinum verði lokað.
Eftir munu standa byggðarlög sem veðjuðu á atvinnugrein sem ljóst var að stóð á tímamótum, umhverfismengunin og skaðað lífríki. Norsku eldisrisarnir verða þá örugglega búnir að koma sér vel fyrir á nýjum slóðum í þessum iðnaði.