Árið 2017 drápust 53 milljónir laxar í norsku fiskeldi. Framleiðslan það ár var 1,2 milljón tonn af fiski. Þetta þýðir að 44,16 laxar hafa drepist fyrir hvert tonn sem var framleitt.
Áhættu- og burðarþolsmat Hafró gerir ráð fyrir að við Ísland geti árleg framleiðsla í sjókvíum mest orðið 71 þúsund tonn. Það þýðir að rúmlega 3,1 milljón laxa muni drepast hér á hverju ári, sé miðað við reynslu Norðmanna.
Engin ástæða er til að ætla að fiskidauðinn verði minni. Líklega verður hann enn meiri því sjórinn er mun kaldari hér en við Noreg.
Það er mikilvægt er að rifja þetta upp reglulega. Lýsir í hnotskurn hversu skelfilegur iðnaður laxeldi í sjókvíum er.