Mowi, móðurfélag Arctic Fish, stendur svipað að verki og íslenska dótturfélagið. Er fyrirmunað að halda eldislöxunum innan sjókvíanna.

Í þessari frétt er sagt frá því hvernig stjórnendur félagsins létu fleiri eldislaxaseiði sleppa en nemur öllum fjölda íslenska villta laxastofnsins.

Frétt Fiskifrétta má lesa hér.

Síðastliðinn laugardag sluppu 65 þúsund laxaseiði frá eldisstöð Mowi í Glomfirði í Noregi. Þetta hefur upplýsingastjóri fyrirtæksins, Ola Helge Hjetland, staðfest við norsku fréttasíðuna iLaks.

Í frétt iLaks segir að Mowi hafi tilkynnt um strok seiðanna um helgina. Þá hafi hins vegar verið sagt að málið snerist um tíu þúsund 120 gramma seiði en ekki 65 þúsund seiði með 115 gramma meðalvigt eins og síðar hafi komið á daginn. …

Hjetland segir við iLaks að umfangsmikil aðgerð í samstarfi við sjómenn á svæðinu hafi verið sett í gang til að freista þess að ná laxaseiðunum. Einnig er haft eftir Hjetland að Mowi líti atburðinn mjög alvarlegum augum.