Árnar þagna í Bíó Paradís 16. desember klukkan 17 og 19. Aðeins þessar tvær aukasýningar fyrir jól.

Frítt inn meðan húsrúm leyfir!

Myndin er um 50 mínútur að lengd. Frítt er inn meðan húsrúm leyfir og að lokinni sýningu verða umræður um efni hennar með Óskari Páli Sveinssyni og Jóni Kaldal.

Myndin var frumsýnd á Akureyri 6. nóvember og í kjölfarið sýnd á Vopnafirði, Seyðisfirði, Flóahreppi, Reykjavík, Borgarnesi, Sauðárkróki og Blönduósi fyrir fullu húsi.

Í byrjun desember var myndin sýnd á tveimur stöðum í Noregi, í Þrándheimi og Osló. Var uppselt á báðum stöðum.

Sýningu og efni myndarinnar var slegið upp á forsíðu vefútgáfu eins stærsta fjölmiðils Noregs, Dagbladet Börsen, daginn eftir undir fyrirsögninni „Vi er í krig“ – „Við erum í stríði“.

Norskir áhorfendur tóku myndinni heldur betur vel og lifðu sig vel inni í hana. Það var klappað ítrekað fyrir orðum viðmælenda á sýningunni í Osló. Minnti á þrjúbíósýningar hér áður fyrr.